Takk fyrir uppselda tónleika á Ölveri 20. nóvember sl.
Við þökkum ykkur, kæru gestir, kærlega fyrir frábærar viðtökur og fyrir að gera kvöldið jafn eftirminnilegt og það varð! Stemningin var mögnuð og það var mikil gleði að flytja ódauðleg lög Arethu Franklin fyrir ykkur.
Viltu vita af næstu tónleikum fyrst?
Fylltu út formið hér að neðan til að bætast á tónleikalistann okkar og fá fyrst fréttir af næstu tónleikum – við stefnum á endurtekningu sem fyrst!
💛 Vertu með á tónleikalistanum!
Fáðu fréttirnar fyrst af næstu tónleikum hjá okkur í Sálartetrinu og þér býðst sérkjör á miðum. Við sendum aðeins póst þegar eitthvað skemmtilegt er framundan – ekkert spam, bara soul og stemning!
Stefanía Svavarsdóttir og Elísabet Ormslev stíga á svið í gervi Arethu Franklin og flytja ódauðleg lög drottningar sálartónlistarinnar. Með sér hafa þær Sálartetrið, samsettan hóp úrvals tónlistarfólks sem er sérstaklega valið fyrir hvert verkefni. Hópurinn skapar magnaðan hljóðheim og ógleymanlega stemningu.
Aretha Franklin – Drottning Sálarinnar
Aretha Franklin (1942–2018) var ein áhrifamesta og ástsælasta söngkona allra tíma. Hún blandaði saman soul, jazz, blues og poppi á einstakan hátt og hlaut verðskuldað viðurnefnið “The Queen of Soul.” Með helstu lögum sínum, á borð við „Respect,“ „Think,“ „Chain of Fools,“ „I Say a Little Prayer“ og „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman,“ skapaði hún tónlistararf sem lifir áfram með nýjum kynslóðum.
Sálartetrið
Sálartetrið er safn framúrskarandi tónlistarmanna sem koma saman í ýmsum myndum til að skila gæða tónlistarupplifunum. Hópurinn er samsettur sérstaklega fyrir hvert verkefni.
Okkar frábæri hópur:
Söngur: Stefanía Svavarsdóttir / Elísabet Ormslev / Diljá Pétursdóttir / Þór Breiðfjörð
Trommur: Fúsi Óttars / Þorvaldur Halldórsson
Bassi: Róbert Þórhallsson / Páll E. Pálsson
Hljómborð: Birgir Þórisson / Rafn Hlíðkvist
Básúna: Samúel Jón Samúelsson
Trompet: Snorri Sigurðarson
Saxófónar: Haukur Gröndal / Björgvin Ragnar Hjálmarsson
Bakraddir: Íris Lind Verudóttir og Ragna Björg Ársælsdóttir
Tónlistarstjóri og gítarleikari: Bent Marinósson
Hljóðmenn: Sigurvald Ívar Helgason / Hrannar Kristjánsson
Myndir af tónleikum
Brynja Eldon ljósmyndari:
Ásta Magg ljósmyndari:
Aðsendar myndir